ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. janúar 2025

Einn er alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás á Kjalarnesi í nótt. Þrír eru í haldi vegna árásarinnar.

Minnst tíu eru látnir og tugir slasaðir eftir að maður ók bíl inn í hóp fólks í borginni New Orleans í nótt. Greint er frá því að maðurinn hafi því næst stigið úr bílnum og skotið á nærstadda.

Tveir komu á Landspítala vegna flugeldaslysa um áramótin. Þau hafa ekki verið jafn fá í mörg ár. Óhófleg áfengisneysla og afleiðingar hennar var helsta ástæða þess að fólk leitaði þangað um áramótin.

Mikil loftmengun var á höfuðborgarsvæðinu um áramótin enda miklu skotið upp. Þótt veður hafi verið rólegt var samt nægilegur og stöðugur vindur þannig að loftið hreinsaðist tiltölulega fljótt að sögn sérfræðings.

Stjórnvöld í Úkraínu stöðvuðu í morgun flutning gass frá Rússlandi og til Evrópu um úkraínskar leiðslur. Úkraínumenn hrósa sigri, en skiptar skoðanir eru í Evrópu, þar sem íbúar sjá fram á hærra gasverð.

Á morgun ætlar ríkisstjórnin að efna til samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Þetta sagði forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu. Hún vonast til að vextir lækki þegar líður á árið.

Fjöldi flóttamanna sem koma til Bretlands um Ermasund jókst um fjórðung á nýliðnu ári. Þrátt fyrir síaukna umræðu um innflytjendamál í Bretlandi, meðal annars í aðdraganda þingkosninga í fyrra, virðist lítið breytast.

Fyrsta barn ársins er fætt. Drengur fæddist á Landspítalanum að ganga tvö í nótt.

Frumflutt

1. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,