Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. desember 2024

Styttri málsmeðferðartími og takmarkaðri aðkoma sveitarfélaga til hafa áhrif á ákvarðanir um byggingu orkumannvirkja eru hluti af tillögum starfshóps um endurskoðun á lögum um rammaáætlun. Ráðherra segir tillögurnar geti flýtt mjög uppbyggingu orkumannvirkja.

Liðlega þrítugur maður neitaði sök fyrir dómi í morgun, hann er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða vinnufélaga hans í sumarbústað í Árnessýslu í vor.

Átta ríki hafa eða hyggjast á næstu dögum opna sendiráð í Sýrlandi nýju. Mikið uppbyggingarstarf er framundan í landinu.

Búist er við Frakklandsforseti útnefni nýjan forsætisráðherra í dag.

Fimmti hver landsmaður er innflytjandi eða af annarri kynslóð innflytjenda. Hæst er hlutfallið á Suðurnesjum en lægst á Norðurlandi.

Íbúi fékk engin svör frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár, þar til hann kvartaði til Umboðsmanns Alþingis. Embættið átti í stökustu vandræðum með sambandi við starfsmenn borgarinnar.

Innviðaráðuneytið ætlar ekki blanda sér í persónulegar deilur sem plagað hafa sveitarstjórn Strandabyggðar um nokkurra ára skeið.

Skjaldarmerki Vopnfirðinga með spúandi dreka hefur verið valið það fegursta á Norðurlöndunum. Formaður félags um skjaldamerkafræði segir algengara en marga grunar Íslendingar taki sér skjaldarmeki. Forsetar lýðveldissögunnar eigi sér persónulegan skjöld og líka frímúrar sem hafi ákveðinni tign.

Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöldi fyrsti Íslendingurinn til skora fjögur mörk í einum leik í Meistaradeild Evrópu.

Frumflutt

12. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

,