Vonast er til að rafmagnsframleiðsla hefjist aftur í Svartsengi um helgina. Nýtt mastur var reist innan varnargarðanna í nótt. Ólíklegt er að hægt verði að opna Bláa lónið í vikunni.
Þúsundir Líbana sem flúðu heimili sín í suðurhluta landsins flykkjast heim þegar vopnahlé hefur tekið gildi eftir tveggja mánaða hörð átök. Þjóðarleiðtogar krefjast vopnahlés á Gaza.
Stórir raforkukaupendur sækjast í auknum mæli eftir orku sem ætluð er heimilum og fyrirtækjum. Fyrirboðar um hækkun raforkuverðs eru farnir að birtast á uppboðsmarkaði.
Það sem af er ári hefur sjö hundruð fimmtíu og tveimur verið snúið við á landamærunum á Keflavíkurflugvelli og meinað að koma inn í landið. Þeir hafa aldrei verið fleiri.
Þingmenn á Evrópuþinginu samþykktu í morgun nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, undir forystu Ursulu von der Leyen. 370 þingmenn greiddu atkvæði með, en tvö hundruð áttatíu og tveir voru á móti.
Kosningabaráttan veldur því að ráðherrar hafa verið sjaldséðir á fundum erlendis. Ísland tekur til að mynda ekki þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Svíþjóð.
Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðasvæðis. Um tuttugu milljónir króna fara í aðstoð til fjölskyldna að þessu sinni.