Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. nóvember 2024

Óvissustig er enn í gildi á Vestfjörðum. Engar tilkynningar hafa þó borist um skriður í gær eða nótt. Almannavarnir fara yfir stöðunu í hádeginu. Búist er við vonskuveðri á norðanverðu landinu á morgun.

Viðreisn bætir áfram við sig fylgi í nýrri skoðanakönnun. Samfylkingin og Miðflokkurinn lækka flugið.

Verðbólgan verður komin í þrjú og hálft prósent í febrúar gangi spá Landsbankans eftir. Forstöðumaður hagfræðideildar bankans býst við stýrivextir verði lækkaðir í næstu viku um hálft prósentustig.

Donald Trump vill tilnefna ráðherra án þess þurfa samþykki bandarísku öldungadeildarinnar. Litlar líkur eru á dómsmálaráðherraefni hans komist í gegnum bakgrunnsrannsókn yfirvalda.

Fundir eru í kjaradeilum lækna og kennara hjá ríkissáttasemjara í dag.

Aldrei hefur minna verið afgreitt af ópíóíðum miðað við mannfjölda en í fyrra.

Frumvarp fjármálaráðherra um kílómetragjöld á ökutæki verður ekki afgreitt á Alþingi fyrir áramót. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar.

Frumflutt

14. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,