Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. október 2024

Ísraelsmenn hafa fyrirskipað rýmingu 25 þorpa í Suður-Líbanon. Þeir tilkynntu í gær um landhernaður væri hafinn í Líbanon án beinna átaka en Hezbollah-samtökin neita því ísraelskir hermenn hafi farið yfir landamærin.

Veðurskilyrði mæla ekki gegn byggingu flugvallar í Hvassahrauni og ólíklegt er náttúruvá hafi áhrif. Í skýrslu sem kynnt var í morgun er lagt til svæðið verði tekið frá fyrir flugvöll. Innviðaráðherra segir engin ákvörðun hafi verið tekin.

Ekki fyrir fullnægjandi áhættumat þegar vinna við sprungufyllingar í Grindavík hófst í lok síðasta árs. Bróðir mannsins sem lést þegar hann féll í sprunguna vill slysið verði rannsakað nánar.

Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir einsýnt NATO styðji Úkraínumenn áfram í baráttu þeirra við Rússa. Rutte tók við starfinu í morgun af Jens Stoltenberg, sem verið hefur framkvæmdastjóri bandalagsins í tíu ár.

Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir hana ekki hafa vitað hversu alvarlegt ástandið í barnaverndarþjónustu sveitarfélagsins var þegar athugun Gæða- og eftirlitsstofnunar hófst, hún sýndi fram á alvarlegan misbrest.

Forsetinn sem birtist í dagbókum Ólafs Ragnars Grímssonar er mjög upptekinn af eigin pólitískri stöðu og stöðu forsetaembættisins, segir stjórnmálafræðingur.

Norska handknattleikssambandið hefur fundið eftirmann Þóris Hergeirssonar sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. Þórir hættir með liðið eftir EM í handbolta í desember.

Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi segir enn beðið eftir mikilvægum gögnum og niðurstöðum lífsýnarrannsóknar erlendis frá vegna andláts hjóna í Neskaupsstað í ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum sem grunaður er um hafa ráðið hjónunum bana rennur út á föstudag.

Frumflutt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,