Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9. september 2024

Talsverður viðbúnaður er út af vondri veðurspá næstu tvo daga. Landsbjörg leggur áherslu á til ferðamanna og bændur hafa þurft flýta göngum.

Meðferðarúrræði vantar fyrir um 120 börn með fjölþættan vanda. Sveitarfélög greiða yfir 100 milljónir króna á hvert barn fyrir dýrustu meðferðirnar. Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu vilja fund með ráðherrum.

Auglýst verður eftir nýju húsnæði fyrir starfsemi Konukots á næstu dögum. Sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir málið í forgangi.

Evrópusambandið þarf gera róttækar breytingar og auka framleiðni, til mæta samkeppni frá Bandaríkjunum og Kína. Þetta er megininntak nýrrar skýrslu um efnahagsmál í Evrópu.

Brennsla olíu til knýja fjarvarmaveitur á Vestfjörðum getur nærri því heyrt sögunni til því Orkubú Vestfjarða fær forgangsraforku hjá Landsvirkjun.

Hlaup er hafið í Skálm austan við Vík í Mýrdal. Hlaupið virðist lítið, en grannt er fylgst með. Síðast hljóp í Skálm í júlí og fór þá þjóðvegurinn í sundur.

Allt er í járnum í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Donald Trump og Kamala Harris mælast hnífjöfn í skoðanakönnunum. Þau mætast í sjónvarpskappræðum annað kvöld.

Frumflutt

9. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,