ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. september 2024

Ríkisstjórnin ætlar að skipa aðgerðahóp til að bregðast við auknum hnífaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Hann á að skila niðurstöðum á næstu dögum. Ráðherrar segja brýnt að bregðast við sem fyrst.

Vestfirskir verktakar hafa sagt upp öllum starfsmönnum sínum - tuttugu og sjö að tölu. Formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða segist ekki ná í eigendur fyrirtækisins til að leita frekari skýringa.

Sveitarstjóri Langanesbyggðar gagnrýnir Byggðastofnun fyrir að skerða kvóta til brothættrar byggðar. Fimm var sagt upp störfum á Bakkafirði og fiskvinnsla leggst þar af.

Vinnusálfræðingur verður fenginn til að leysa vandamál sem komið hafa upp hjá danska stjórnmálaflokknum Moderaterne. Hneykslismál hafa verið tíð í flokknum.

Skorað hefur verið á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að svara því hvort sjálfstæðismönnum verði heimilt að bjóða fram viðbótarlista. Þannig sé mun minni hætta á klofningi í flokknum í stað þess að flokksræðið sé allsráðandi.

Nýsköpunarfyrirtækið Treble Technologies lauk nýlega fjármögnunarferli upp á 1,7 milljarða króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir frábært að byggja upp nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi.

Umhverfisstofnun mátti ekki velja þá hæfustu inn á námskeið um leiðsögn með hreindýraveiðum samkvæmt úrskurði ráðuneytis. Stofnunin verður nú að halda námskeið fyrir alla þá 70 sem vísað var frá í vetur og fjöldi leiðsögumanna gæti tvöfaldast.

Frumflutt

3. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,