ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 01. desember 2023

Átök hófust aftur á Gaza í morgun eftir vikulangt vopnahlé. Eldflaugum var skotið að Ísrael frá Gaza og Ísraelsher hóf loftárásir.

Loftslagsráðstefnan í Dubai verður að marka tímamót, sagði Karl Bretakonungur við upphaf COP28 í morgun. Þetta er fjölmennasta ráðstefnan frá upphafi. Miklar vonir eru bundnar við hana en ólíklegt samstaða náist um róttækar aðgerðir.

Hópur fólks lokaði leið að fangelsinu á Hólmsheiði í nótt til að koma í veg fyrir að íslensk kona, sem stendur í forræðisdeilu við barnsföður sinn, yrði framseld til Noregs.

Engin tilboð bárust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Áætlað er að byggingin kosti fimm milljarða króna.

Hátt í sex þúsund börn af erlendum uppruna stunduðu nám í íslenskum grunn- og framhaldsskólum á síðasta skólaári. Hlutfall barna foreldra af annarri kynslóð innflytjenda hefur ellefufaldast frá 2006.

Starfshópur um ný atvinnutækifæri á Seyðisfirði hefur fengið fjölda hugmynda að nýjum störfum sem gætu fyllt í skarðið sem lokun frystihússins skilur eftir í bænum. Heilsársstörfum í bænum fækkar um 30 þegar vinnslan lokar vor.

Íslensku kvennalandsliðin í fótbolta og handbolta eru í eldlínunni þessa dagana. Handboltaliðið tapaði fyrir Slóvenum í fyrsta leik á HM í gærkvöldi en í kvöld er komið að mikilvægum leik fótboltalandsliðsins gegn Wales í Þjóðadeildinni.

Frumflutt

1. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,