Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. september 2023

Tveir mótmælendur hafa hlekkjað sig fasta við möstur hvalveiðiskipa Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. Þeir vilja stöðva hvalveiðar á Íslandi.

Kona á þrítugsaldri þegar hún féll fram af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði í nótt. Konan var úrskurðuð látin þegar var komið.

Varnarmálaráðherra Úkraínu er hættur störfum. Forseti landsins vill breyta áherslum í varnarmálaráðuneytinu, þar hafa komið upp spillingarmál.

Samskip og Eimskip sammæltust um draga úr þjónustu til nýta skip sín betur. Samráð þeirra bitnaði illa á Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði. Samskip knúðu fram yfir 130 prósenta verðhækkun á álflutningum eftir bankahrunið.

Rússlandsforseti kveðst reiðubúinn til ræða um öruggan kornútflutning frá Úkraínu. Hann situr fund með Tyrklandsforseta í dag og hefur síðarnefndi boðað mikilvæga tilkynningu fundinum loknum.

Allt 15% unglingsstúlkna hefur verið nauðgað af jafnaldra og Um helmingur unglinga er kvíðinn eða dapur. Þetta sýnir æskulýðsrannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á farsældarþingi barna í dag.

Óeirðir brutust út í Malmö í Svíþjóð í nótt. Kveikt var í bílum og ruslageymslum í mótmælaskyni við kóranbrennu fyrr um daginn.

Lokaumferð fyrri hluta Bestu deildar karla var i gær. Framundan er úrslitahlutinn en þar, líkt og í Bestu deild kvenna, er ansi lítil spenna og Íslandsmeistarar gætu verið krýndir strax í fyrstu umferð.

Frumflutt

4. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

,