Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9. desember 2025

Börn yngri en eins árs hafa þurft fara í öndunarvél vegna inflúensu segir barnasmitsjúkdómalæknir og börn sem lögð hafa verið inn á spítala vegna hennar eru bæði fleiri og yngri en áður.

Trump-aðdáandinn og auðkýfingurinn Andrej Babis tók aftur við stjórnartaumunum í Tékklandi í morgun, þegar hann var settur í embætti forsætisráðherra.

Landssamband lögreglumanna telur það grafa undan trausti til lögreglunnar hafi lögreglunemar deilt óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum.

Ráðherra fjölmiðla segir það sína persónulegu skoðun Ísland eigi ekki taka þátt í júróvisjón, það óheppilegt við núverandi aðstæður. Frestur til hætta við þátttöku rennur út á morgun.

Forseti Alþingis bað þingheim afsökunar á orðum sem hún viðhafði loknum þingfundi á föstudag.

Breyta á kosningalögum og gera Grindvíkingum kleift kjósa í Grindavík, óháð lögheimili. Formaður Grindavíkurnefndar segir mikilvægt allir Grindvíkingar fái móta framtíð sveitarfélagsins.

Mun fleiri segjast fylgjandi því klukkan á Íslandi verði færð aftur um eina klukkustund, í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningurinn dvínar frá könnun fyrir rúmum áratug.

Lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í leit börnum í vanda segir ástandið þannig fjölskyldur sundrist og foreldrar bugist.

Úkraínuforseti ætlar senda Hvíta húsinu svar við friðaráætlun Trumps Bandaríkjaforseta, og leggja til breytingar. Fyrri áætlanir Trumps þóttu Rússum mjög í vil.

Fótboltakonan Sandra María Jessen, sem leikur með Köln, varð í gærkvöld fyrsta íslenska konan til skora þrennu í efstu deild í Þýskalandi.

Frumflutt

9. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,