Utanríkisráðherra segir að hagsmunabarátta íslenskra og norskra stjórnvalda vegna verndaraðgerða Evrópusambandsins sé að skila árangri, þótt ekki sé víst með niðurstöðuna. Taka átti endanlega ákvörðun um þessar aðgerðir á fundi í Brussel í morgun, en fundinum hefur verið frestað til morguns.
Lögmaður ungrar konu sem setið hefur í einangrun í fangelsi í nær tíu vikur segir fátt annað í boði en að fara fram á henni verði sleppt. Ekki sé hægt að vista hana á viðeigandi stofnun þar sem slík stofnun sé ekki til.
Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur og segist ekkert hafa að fela varðandi Epstein-skjölin og hvetur þingmenn Repúblikana til að samþykkja frumvarp um birtingu þeirra allra.
Fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess, var í morgun dæmd til dauða af þarlendum stríðsglæpadómstól fyrir glæpi gegn mannkyni.
Flugumferðarstjórar hafa samþykkt vinnustöðvunaraðgerðir sem samninganefnd þeirra getur gripið til í kjaraviðræðum þeirra og Samtaka atvinnulífsins. Fundað verður hjá ríkissáttarsemjara á morgun.
Innanríkisráðherra Bretlands segir að straumur ólöglegra innflytjenda inn í landið valda upplausn. Innflytjendastefna verður rædd á breska þinginu í dag.
Er þetta það sem við viljum? er heiti plötu sem þekkt tónlistarfólk vinnur saman að, þar á meðal bítillinn Paul McCartney.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir sigurinn á Ungverjum í gær minna á sigur Íslands á Austurríki á EM 2016. Þjóðirnar keppast nú við að tryggja sér sæti á HM á næsta ári en ljóst er að Ísland verður ekki með.