Ríkisendurskoðandi er sagður rauði þráðurinn í eineltismálum sem hafa komið upp hjá embættinu. Hann fer þar sjálfur með mannauðsmál.
Örtröð er á dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu. Útlit er fyrir mikla ofankomu á suðvestanverðu landinu annað kvöld og fram á hádegi á miðvikudag. Ökumönnum er ráðlagt að vera ekki á ferðinni á vanbúnum bílum.
Nokkur hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Ósló í gærkvöld eftir jarðfall í miðju íbúðahverfi; enn er talin hætta á skriðum.
Harðlínu-hægrimanninum Geert Wilders er spáð sigri í þingkosningum í Hollandi á miðvikudag, en talið er ólíklegt að Frelsisflokkur hans verði í nýrri ríkisstjórn.
Samfélagsmiðlar henta ekki sem almannarými til að tjá sig um lýðræðisleg málefni, að mati lektors í stjórnmálafræði, þar er höfðað til tilfinninga en sjaldnast farið á dýptina.
Flokkur forseta Argentínu vann afgerandi sigur í þingkosningum í gær. Bandaríkjaforseti hafði hótað að afturkalla stuðning við landið ef flokknum gengi illa.
Paul Biya hefur verið endurkjörinn forseti Kamerún í áttunda sinn. Biya er 92 ára og er elsti þjóðarleiðtogi í heimi.
Snjóþyngsli gætu gert fótboltakonum erfitt fyrir á Laugardalsvelli á morgun þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Norður-Írum.