Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. október 2025

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir bilun hjá Norðuráli á Grundartanga hafa áhrif á allt þjóðarbúið, höggið hlaupi á milljörðum. Ljóst er það tekur marga mánuði koma framleiðslunni í samt horf.

Forsætisráðherra segir stöðu Norðuráls grafalvarlega og gefa þurfi fyrirtækinu vinnufrið. Þingmenn kölluðu eftir viðbrögðum stjórnvalda við stöðunni á Grundartanga.

Evrópusambandið ætlar herða enn refsiaðgerðir gagnvart Rússum. Bandaríkjastjórn ákvað í gær beita tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum.

Kennarar og nemendur í Víðisstaðaskóla eru slegnir yfir dreifingu myndskeiðs sem búið er til með gervigreind og sýnir kennara og nemanda í sleik. Skólastjóri segir skólana standa frammi fyrir nýjum veruleika.

Flugumferðastjórar og Samtök atvinnulífsins sitja við samningaborðið. óbreyttu leggja flugumferðarstjórar á Reykjavíkurflugvelli niður störf milli tólf og fimm síðdegis á morgun.

Stjórnvöld þurfa setja spilafíkn í sama forgang og aðra fíknisjúkdóma, segir sérfræðingur hjá embætti landlæknis. Spilafíkn stór vandi sem hafi verið falinn.

Í fyrsta sinn í 500 ár lagðist breskur þjóðhöfðingi á bæn með páfa. Bresku konungshjónin eru í opinberri heimsókn í Vatíkaninu.

Sumir eyða miklum tíma og peningum í vörur og flóknar aðferðir til lífga upp á hárið en margt virkar illa eða alls ekki. Ísköld sturta fær ekki hárið til glansa.

Frumflutt

23. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,