Tíu þolendur mansals og vændis á snyrti- og nuddstofum hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í ár. Teymisstýra segir vændi á þessum stofum falið vandamál.
Varnarmálaráðherra Danmerkur segir drónaumferð við flugvelli vera fjölþáttaógn. Drónar sáust við fimm flugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Framkvæmdastjóri NATO lítur drónaflugið alvarlegum augum.
Það er erfiðara en nokkru sinni að átta sig á rússneskum stjórnvöldum, þau eru óútreiknanleg, að dómi sérfræðings í málefnum Rússlands. Rússar telji að Vesturlönd hafi aldrei verið veikari.
Óveður skellur á suðaustanverðu landinu, Suðurlandi og Miðhálendinu í kvöld og víðar á morgun. Gul viðvörun hefur verið gefni út fyrir mestallt landið.
Lögregla var kölluð til í ferð menntskælinga á Njáluslóðir í gær. Söluskáli sem seldi nemendum áfengi hefur verið kærður. Barnavernd var tilkynnt um málið.
Innviðaráðherra segir að það komi í ljós hvernig hann greiðir atkvæði um bókun 35, en segist samt styðja málið.
Verðbólga jókst milli mánaða og er 4,1 prósent. Ekkert útlit er fyrir að hún lækki á komandi mánuðum, að sögn hagfræðings.
RARIK vinnur að því að auðvelda fólki að selja rafmagn í smáskömmtum meðal annars úr sólarsellum á þakinu. Að ýmsu er að hyggja meðal annars til að tryggja öryggi þeirra sem vinna við dreifikerfið.
Nýr fjölmiðill, TV1 magasín, hóf göngu sína um helgina. Ritstjórinn lofar góðri dagskrá.