Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. september 2025

Ísraelsher hefur enn á skipað fólki á brott frá Gaza-borg, langar raðir hafa myndast og fólk bíður þess komast til suðurhluta Gaza. Heilbrigðisstarfsfólk lýsir skelfilegri stöðu á sjúkrahúsum.

Búist er við fleiri ríki viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Prófessor í alþjóðarétti segir það mjög pólitíska ákvörðun sem hafi afleiðingar.

Bæta þarf skipulag geðþjónustu, segir forstjóri Landspítalans. Sameina á þjónustuna undir einu þaki, þá verður ekki lengur þörf fyrir eldri hús, eins og Klepp.

Bíllausi dagurinn er í dag og frítt í strætó. Farþegi segir óskiljanlegt ekki séu fleiri sem nota strætó.

Kosið verður um formann og varaformann í fyrsta skipti í sögu þingflokks Pírata á aukaaðalfundi. Enginn hefur enn tilkynnt formlegt framboð.

Hundruð þúsunda íbúa í Suður-Kína verða flutt brott og hundruðum flugferða aflýst frá Hong Kong vegna ofurfellibylsins Ragasa, sem kom landi á Filippseyjum í morgun.

Mögulega þarf breyta bæði starfsleyfi tjaldstæðisins á Egilstöðum og skipulagi. Framkvæmdastjóri tjaldstæðisins segir slæmt ef ekki er hægt nýta nálægar lóðir á álagstímum og vísa fólki frá.

Pompidou-listamiðstöðinni í París verður lokað í dag vegna endurbóta og verður lokuð næstu fimm árin.

Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, var rekinn frá danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia í dag.

Frumflutt

22. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,