Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. september 2025

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir Vítisengla - eða Hells Angels - skilgreinda um allan heim sem glæpasamtök og ekki hægt stofna íslenska deild sem standi utan við slíka starfsemi. Lögregla hafði afskipti af samkomu Vítisengla um helgina.

Alþjóðasamningur um takmörkun ríkisstyrkja í sjávarútvegi gekk í gildi í morgun. Hann er talinn marka tímamót í baráttu fyrir sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hittir forsætisráðherra Ísraels í Jerúsalem í dag. Árás Ísraelshers á leiðtoga Hamas í Doha í Katar er líklega eitt helsta umræðuefnið. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt árásina.

Bæði núverandi og fyrrverandi borgarstjóri gefa kost á sér í borgarstjórnarkosningum í vor, sem og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Oddviti Viðreisnar ætlar ekki fram.

Sveitarstjórinn í Múlaþingi segir fyrirmæli frá kjararáði Kennarasambands Íslands hafi ráðið því fatlaðri stúlku var synjað um þjónustu í kennaraverkfalli. Lögfræðingur segir ábyrgð sveitarfélagsins hafa verið skýra frá upphafi.

Farsímasamband gæti versnað víða í óbyggðum þegar slökkt verður á 2G og 3G farsímakerfum. Ferðamálastofa mælist til þess fyrirtæki í ferðaþjónustu yfirfari búnað.

Frumflutt

15. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,