Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir Vítisengla - eða Hells Angels - skilgreinda um allan heim sem glæpasamtök og ekki sé hægt að stofna íslenska deild sem standi utan við slíka starfsemi. Lögregla hafði afskipti af samkomu Vítisengla um helgina.
Alþjóðasamningur um takmörkun ríkisstyrkja í sjávarútvegi gekk í gildi í morgun. Hann er talinn marka tímamót í baráttu fyrir sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hittir forsætisráðherra Ísraels í Jerúsalem í dag. Árás Ísraelshers á leiðtoga Hamas í Doha í Katar er líklega eitt helsta umræðuefnið. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt árásina.
Bæði núverandi og fyrrverandi borgarstjóri gefa kost á sér í borgarstjórnarkosningum í vor, sem og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Oddviti Viðreisnar ætlar ekki fram.
Sveitarstjórinn í Múlaþingi segir að fyrirmæli frá kjararáði Kennarasambands Íslands hafi ráðið því að fatlaðri stúlku var synjað um þjónustu í kennaraverkfalli. Lögfræðingur segir ábyrgð sveitarfélagsins hafa verið skýra frá upphafi.
Farsímasamband gæti versnað víða í óbyggðum þegar slökkt verður á 2G og 3G farsímakerfum. Ferðamálastofa mælist til þess að fyrirtæki í ferðaþjónustu yfirfari búnað.