Fjórir hið minnsta voru drepnir í umfangsmestu loftárás Rússlandshers á Úkraínu til þessa, þeirra á meðal tveggja mánaða drengur og móðir hans. Stjórnarráðið í Kyiv var hæft í árásum næturinnar, Í fyrsta sinn frá því stríðið hófst.
Atvinnulífið bíður þess að sjá hvort fleiri skattar verði lagðir á atvinnugreinar landsins, segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem verður kynnt á morgun. .
Sveitarstjórn Grímnes- og Grafningshrepps ætlar að gefa út framkvæmdaleyfi í þriðja sinn fyrir stórfelldu malarnámi í Seyðishólum. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur í tvígang fellt framkvæmdaleyfið úr gildi.
Slitinn kapall er talinn vera ástæða togvagnaslyss á miðvikudag í Lissabon þar sem sextán fórust. Kapallinn stóðst sjónræna skoðun nokkrum klukkutímum fyrir slysið.
Maður sem lifði af áralangar sjálfsvígshugsarnir ráðleggur öðrum sem glíma við slíkt að tala við aðra. Vandinn vaxi í einveru og þögn en með samtali fáist ný sýn og léttir. Hann skrifaði skáldsögu um reynslu sína og gaf út í minningu vinar.
Karlsvaka, til minningar um Karl Sighvatsson orgelleikara, verður haldin í kirkjunni í Þorlákshöfn í dag, en Karl hefði orðið 75 ára á morgun. Hann lést í bílslysi liðlega fertugur, en markaði djúp spor í íslenskt tónlistarlíf.