Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. ágúst 2025

Leiðtogar fjölda Evrópuríkja ætla fylgja Úkraínuforseta til fundar við Bandaríkjaforseta í Washington á morgun. Utanríkisráðherra Íslands segir Rússar megi ekki sínu fram gagnvart Úkraínu með frekju, yfirgangi og drápum.

Rannsókn máls þar sem grunur leikur á leikskólastarfsmaður hafi brotið gegn leikskólabarni miðar vel en er á viðkvæmu stigi.

Tugir þúsunda mótmæla ísraelskum stjórnvöldum í Tel Aviv í dag.

Félagar í Veiðifélagi Miðfjarðarár í Vestur-Húnavatnssýslu hafa þverað ána með stórum grjóthnullungum nærri tvö hundrað metra leið. Þeir vilja vera við öllu búnir eftir eldislaxar úr sjókvíaeldi fundust í Haukadalsá í Dalasýslu fyrir nokkrum dögum.

Ferðum Strætó á höfuðborgarsvæðinu fjölgar til muna frá og með deginum í dag. Ekki eiga líða nema tíu mínútur á milli vagna á helstu leiðum á annatíma, og strætó stoppar nálægt mun fleiri íbúum en áður.

Hægt hefur á fólksfækkun í flestum sveitarfélögum sem taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir. Eftirspurn eftir þátttöku er mikil.

Breiðablik varð bikarmeistari kvenna í fótbolta í gærkvöld. Liðið lenti í erfiðleikum með FH, sem var í úrslitum í fyrsta skipti, en hafði lokum betur í framlengdum leik.

Frumflutt

17. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,