Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. ágúst 2025

Óttast er mörg hundruð eldislaxar séu í Haukadalsá og hafi líklega sloppið úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum. Fiskarnir gætu hafa komist í fleiri ár, norskir kafarar verða fengnir til fanga fiskana.

Atvinnustefna og verðmætasköpun verða stóru viðfangsefni haustsins, segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hélt sumarfund sinn í Stykkishólmi í dag og ræddi við heimamenn um þau málefni sem brenna á þeim.

Slökkviliðsmenn í Grikklandi hafa náð tökum á gróðureldum. Á Spáni, þar sem einnig loga miklir eldar, fórst slökkviliðsmaður við störf.

Lögregla og sérsveit fóru í umfangsmiklar aðgerðir í Gnoðarvogi í Reykjavík í gærkvöld vegna gruns um þar væru framleidd fíkniefni. Þar fannst amfetamínbasi og annað óþekkt efni. Fjórir voru handteknir en öllum hefur verið sleppt.

Yfir 40 hafa látist úr kóleru í Darfour-héraði í Súdan á síðastliðinni viku. Læknar án landamæra segja kólerufaraldurinn þar þann skæðasta í áraraðir.

Verðbólguhorfur fyrir haustið eru dökkar mati Íslandsbanka. Litlar vonir eru um lækkun stýrirvaxta.

Stúdentaráð Háskóla Íslands vill stúdentagarðar verði byggðir við Birkimel.

Bæði Breiðablik og Víkingur spila mikilvæga Evrópuleiki í fótbolta í kvöld. Breiðablik getur með sigri á bosníska liðinu Zrinjski Mostar tryggt sér sæti í deildarkeppni Evrópukeppni.

Frumflutt

14. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,