Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2. ágúst 2025

Hátíðarhöld gengu tiltölulega vandræðalítið fyrir sig í gær þrátt fyrir slæmt veður víða um land. Aðgerðastjórn var virkjuð í Vestmannaeyjum og Þjóðhátíðargestum boðið færa sig inn í Herjólfshöll til skýla sér frá veðrinu.

Bæði Rússar og Úkraínumenn gerðu drónaárásir í nótt. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásum Úkraínumanna, sem stjórnvöld í Kyiv segja hafi beinst verksmiðjum þar sem drónar eru framleiddir.

Öryggismiðstöðin og Sigmenn hafa samtals fengið hátt í milljarð greiddan frá ríkinu fyrir öryggisgæslu í Grindavík. Þar af hefur Öryggismiðstöðin fengið yfir sjö hundruð milljónir fyrir eftirlit og sinna lokunarpóstum.

Fjármagnskostnaður er mjög hár á Íslandi mati formanns Neytendasamtakanna. Fagna megi góðu gengi bankanna en það komi beint úr vösum viðskiptavina.

Landsdómur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem stal bíl við flugturn Keflvíkurflugvallar. Maðurinn ók yfir flugbrautir í notkun og reyndi komast inn í kyrrstæða flugvél.

Samgönguyfirvöld í Helsinki þakka hraðatakmörkunum og stífu eftirliti fyrir ekkert dauðsfall hefur orðið í umferðinni þar síðustu tólf mánuði.

Fjórir geimfarar eru þessa stundina koma inn í alþjóðlegu geimstöðina, ISS, sem verið hefur á sporbaug um jörðu í meira en aldarfjórðung. Hópurinn lagði af stað í gær með eldflaug sem skotið var frá Kanaveral-höfða í Flórída.

Þjóðverjar drekka minni bjór en áður, því þjóðin er eldast og smekkur fólks breytast. Sala á bjór hefur ekki verið minni síðan mælingar á neyslu hófust fyrir rúmum þrjátíu árum.

Frumflutt

2. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,