Sex eru í haldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi á skipulagðri brotastarfsemi víða um land. Tveir voru handteknir við húsleit á höfuðborgarsvæðinu í gær.
Samkomulag um þinglok virðist vera í nánd. Þingfundur hófst klukkan tíu en frumvarp um veiðigjald er ekki á dagskrá.
Á þriðja tug særðust í loftárás Rússa á Úkraínu í nótt, sem Úkraínumenn segja þá umfangsmestu frá upphafi innrásarinnar.
Maður sem myrti móður sína í fyrra var metinn sakhæfur en fangavist þykir ekki gagnast vegna veikinda hans. Maðurinn var sakfelldur og verður settur í öryggisvistun.
Ótækt er að Landspítali hafi verið á efsta viðbúnaðarstigi mánuðum saman, segir formaður Læknafélagsins. Hún vonar að nýútkomin skýrsla Ríkisendurskoðunar leiði til úrbóta.
Hamas-samtökin funda um tillögu að vopnahléi á Gaza með öðrum palestínskum hreyfingum í dag. Ísraelsher hefur drepið 27 á Gaza það sem af er degi.
Búið var að boða til vöfflukaffis hjá Ríkissáttasemjara fyrir undirritun nýrra samninga flugmanna Landhelgisgæslunnar - þegar samninganefnd ríkisins hætti við, segir lögfræðingur flugmanna. Samningamenn upplifi skeytingarleysi af hálfu ríkisins.
Hátt í þrjátíu slösuðust í sprengingu við bensínstöð í Róm, höfuborg Ítalíu, í morgun. Líklegt þykir að óhapp við áfyllingu eldsneytis hafi valdið sprenginunni.