Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. júní 2025

Dæmdir glæpamenn eru í hópi þeirra 46 Íslendinga sem írska og íslenska lögreglan tók skýrslu af í vikunni í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Málið er enn rannsakað sem mannshvarf, þrátt fyrir kenningar um manndráp.

Íbúar á Þingeyri eru uggandi yfir fyrirætlunum Arctic Fish um flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Við það tapast níu störf úr bænum.

framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur kært þrjá félaga í flokknum til lögreglu fyrir efnahagsbrot. Kæran tengist deilu um fjármuni sem hafa runnið til Vorstjörnunnar, styrktarfélags flokksins.

Maður féll útbyrðis af ferjunni Norrænu í gær. Ólíklegt þykir maðurinn finnist.

Bresk stjórnvöld og ísraelska sendiráðið í Bretlandi fordæma ummæli hljómsveita sem komu fram á Glastonbury hátíðinni í gær. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu.

Eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut er enn óvirkt eftir skúringatæki festist við það um miðjan mánuð. Beðið er eftir þúsund lítrum af helíni til keyra það upp nýju.

Frumflutt

29. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,