Forsætisráðherra átti fund í Þórshöfn í Færeyjum í dag um öryggi á norðurslóðum með forsætisráðherra Danmerkur og Noregs formanni landstjórnar Grænlands, lögmanni Færeyja og forsætisráðherra Noregs.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Kaupendur nýbygginga verði tryggðir fyrir göllum í 10 ár frá því að húsnæði er tekið í notkun.
Kína og Bandaríkin hafa ákveðið ætla að lækka gagnkvæma tolla um 115 prósent í 90 daga. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna vonar að viðræður haldi áfram og leiði til aukinna viðskipta milli ríkjanna.
Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir það mannréttindabrot að Sjúkratryggingar Íslands hafi neitað daufblindum manni um túlkaþjónustu; ekki gildi sama um hjálpartæki fyrir blinda, heyrnalausa og daufblinda.
Tún í Skagafirði ættu að vera eru vel nærð eftir mikla vatnavexti í síðustu viku en fjöldi fugla glataði hreiðrum sínum. Fuglar sitja hins vegar margir eftir í sárum og hafa misst hreiður sín.
Nokkrir jarðskjálftar um og undir tveimur að stærð mældust við Grjótárvatn í stuttri hrinu í morgun. Engin aflögun er á yfirborði og engin merki um gosóróa í Ljósufjallakerfinu.
Kona á Seyðisfirði segir ómögulegt að sonur hennar eyði sumrinu í tölvunni inni í myrkvuðu herbergi. Lítið er um sumarstörf fyrir 16 og 17 ára ungmenni og heimastjórnin hvetur Múlaþing til að bjóða aldurshópnum garðyrkjustörf.
Alexander Rafn Pálmason varð um helgina yngsti markaskorari í sögu efstu deildar í fótbolta. Hann er nýorðinn fimmtán ára.