Forseti Rússlands vill ræða beint við stjórnvöld í Úkraínu um stríðslok. Forseti Úkraínu segir það jákvætt en vill að Rússar framlengi stutt vopnahlé sitt til 30 daga.
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um tæpa 20 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins. Landsbankinn hagnaðist mest.
Hagfræðingur segir jákvætt að almenningur fá forgang í fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Þrátt fyrir að sprengingar hafi heyrst í hinu umdeilda Kasmír-héraði í gærkvöld, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé hafði náðst, virðist hléið hafa haldið að mestu leyti.
Um sjötíu prósent þeirra vara sem keyptar eru í gegnum netverslanir á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni. Umhverfisráðherra segir verst að þetta eigi einnig við um vörur sem ætlaðar eru börnum.
Karlalandsliðið í handbolta leikur í dag lokaleik sinn í undankeppni Evrópumótsins á móti Georgíu.