Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7.apríl 2025

Hlutabréf hafa hríðfallið um allan heim eftir tollahækkanir Bandaríkjaforseta, sem eru umfangsmeiri en gert hafði verið ráð fyrir, mati fjármálafræðings. Vísitalan í Hong Kong féll um rúm þrettán prósent; það mesta á einum degi í tæpa þrjá áratugi.

Markaðsvirði fyrirtækja í kauphöllinni hér á landi hefur lækkað um fjögur hundruð milljarða frá mánaðamótum.

Utanríkisráðherra Noregs segist hóflega bjartsýnn á norsk og íslensk stjórnvöld fái skjól fyrir mögulegum mótaðgerðum Evrópusambandsins vegna tollahækkana. Forsætisráðherrar beggja ríkja eiga fund með leiðtogum ESB í þessari viku.

Kvikusöfnun undir Svartsengi og landris heldur áfram. Jarðeðlisfræðingur segir það ekki endilega þýða það gjósi aftur en eftir því sem meiri kvika flæði inn aukist líkurnar á því.

Umræður um fjármálaáætlun halda áfram á Alþingi í dag. Málið var tekið af dagskrá í síðustu viku.

Friðrik Ólafsson fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, er látinn 90 ára aldri.

300 yfir sjö hundruð milljónir í bætur vegna tjóns í óvenjuslæmri tíð í fyrra.

Hljómsveitin Geðbrigði unnu Músíktilraunir í gær. Hljómsveitin fékk einnig viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku.

Frumflutt

7. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,