Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. mars 2025

Úkraínumenn ætla leggja til vopnahlé í lofti og á sjó á fundi með sendinefnd Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu á morgun. Trump segir Bandaríkin við það aflétta frystingu á veitingu leyniþjónustu-upplýsinga til Úkraínu.

650 milljarða kröfur í ÍL-sjóð, áður íbúðalánasjóð, verða gerðar upp með afhendingu ríkisskuldabréfa, annarra verðbréfa og reiðufjár. Þetta er tillaga ráðgjafa lífeyrissjóða og viðræðunefndar fjármálaráðherra.

Rannsókn á tildrögum þriggja banaslysa undanfarna daga er á frumstigi.

Olíuskip og flutningaskip rákust saman í Norðursjó undan ströndum Bretlands í morgun. Björgunarþyrla bresku landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út ásamt fjölda björgunarskipa.

Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Þýskalandi vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna. Verkfallið gæti haft áhrif á ferðaáætlanir um hálfrar milljónar manna í dag.

Skiptar skoðanir eru um frumvarp umhverfisráðherra til koma framkvæmdum við Hvammsvirkjun aftur í gang. Lítil fyrirstaða er hins vegar við málið á þingi.

Íslendingar nota sex sinnum meira af svefnlyfjum en Danir og tæplega fjórum sinnum meira en Norðmenn. Heilbrigðisráðherra segir þetta áhyggjuefni.

Formaður Rithöfundasambands Íslands segir ótækt hljóðbókaveitan Storytel setji leikreglurnar á íslenskum bókamarkaði. Sambandið hafi sent erindi til Samkeppniseftirlitsins og vill hugsanleg misnotkun Storytel á markaðsráðandi stöðu verði skoðuð..

Dyr bæjarskrifstofu Grindavíkur standa opnar í bænum í fyrsta sinn í meira en ár. Heitt er á könnunni og góð stemning hjá bæjarbúum og starfsfólki.

Rúmlega hundrað ára ráðgáta leystist á skjalasafni í Kaupmannahöfn fyrir helgi þegar rithöfundur fann óvænt heimild um barneign íslensks pars sem pískrað hafði verið áratugum saman.

Frumflutt

10. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,