Úkraínumenn ætla að leggja til vopnahlé í lofti og á sjó á fundi með sendinefnd Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu á morgun. Trump segir Bandaríkin við það að aflétta frystingu á veitingu leyniþjónustu-upplýsinga til Úkraínu.
650 milljarða kröfur í ÍL-sjóð, áður íbúðalánasjóð, verða gerðar upp með afhendingu ríkisskuldabréfa, annarra verðbréfa og reiðufjár. Þetta er tillaga ráðgjafa lífeyrissjóða og viðræðunefndar fjármálaráðherra.
Rannsókn á tildrögum þriggja banaslysa undanfarna daga er á frumstigi.
Olíuskip og flutningaskip rákust saman í Norðursjó undan ströndum Bretlands í morgun. Björgunarþyrla bresku landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út ásamt fjölda björgunarskipa.
Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Þýskalandi vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna. Verkfallið gæti haft áhrif á ferðaáætlanir um hálfrar milljónar manna í dag.
Skiptar skoðanir eru um frumvarp umhverfisráðherra til að koma framkvæmdum við Hvammsvirkjun aftur í gang. Lítil fyrirstaða er hins vegar við málið á þingi.
Íslendingar nota sex sinnum meira af svefnlyfjum en Danir og tæplega fjórum sinnum meira en Norðmenn. Heilbrigðisráðherra segir þetta áhyggjuefni.
Formaður Rithöfundasambands Íslands segir ótækt að hljóðbókaveitan Storytel setji leikreglurnar á íslenskum bókamarkaði. Sambandið hafi sent erindi til Samkeppniseftirlitsins og vill að hugsanleg misnotkun Storytel á markaðsráðandi stöðu verði skoðuð..
Dyr bæjarskrifstofu Grindavíkur standa opnar í bænum í fyrsta sinn í meira en ár. Heitt er á könnunni og góð stemning hjá bæjarbúum og starfsfólki.
Rúmlega hundrað ára ráðgáta leystist á skjalasafni í Kaupmannahöfn fyrir helgi þegar rithöfundur fann óvænt heimild um barneign íslensks pars sem pískrað hafði verið áratugum saman.