Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28.febrúar 2025

Bjarni Benediktsson segir þetta hárréttan tíma fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn hann hætti í stjórnmálum. Hann sjái ekki eftir þeirri ákvörðun. Framtíðin óráðin. Í dag hefst Landsfundur flokksins sem Bjarni ávarpar í síðasta sinn sem formaður.

Zelensky Úkraínuforseti kemur til fundar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Merki eru um þíðu þeirra á milli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á miðvikudag, grunaðan um hafa keypt aðgang barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Víða engin lög yfir slík brot.

Bæjarstjórinn í Kópavogi óttast höfrungahlaup vegna nýrra kjarasamninga kennara. Sveitarfélögin verði ráðast í hagræðingu axli ríkið ekki ábyrgð á sínum þætti.

Rúmur sólarhringur er þar til fyrsti hluti vopnahlés á Gaza rennur sitt skeið. Ísraelar eru sagðir vilja framlengja þann hluta í stað þess koma á varanlegu vopnahléi.

Austur/vestur-flugbraut Reykjavíkuflugvallar var opnuð á miðnætti í gær fyrir sjúkraflug. Undanþágan er tímabundin og rennur út í byrjun maí.

Fimm ár eru síðan fyrsta covid-smitið greindist hér á landi. Síðan þá hafa tæplega 160 þúsund smit vera staðfest og rúmlega 300 látist af völdum sjúkdómsins.

Fram og Haukar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum kvenna í handbolta sem eru á morgun.

Frumflutt

28. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,