Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í morgun. Seðlabankastjóri segir að verðbólgan hafi hjaðnað mun hraðar en gert var ráð fyrir.
Ellefu eru látnir og sex eru á spítala eftir skotárás í Örebro í Svíþjóð í gær, tveir eru á gjörgæslu. Lögregla segist enn ekkert vita um mögulegar ástæður árásarmannsins.
Búist er við sunnan stormi og sums staðar ofsaveðri á landinu í dag. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og vegir gætu lokast með stuttum fyrirvara.
Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara lýkur í dag. Samninganefndir kennara og ríkisins sitja nú á fundi.
Íbúar Gaza og stjórnvöld víða um heim hafna alfarið hugmyndum Bandaríkjaforseta sem vill taka yfir landsvæðið og senda íbúa í burt.
Nafnið Kanína hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar. Hún samþykkti Hafgný, Fíónu og Öxi.
Það gæti þurft að fresta leikjum kvöldsins í bikarkeppni kvenna í handbolta vegna veðurs.