Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. september 2024

minnsta kosti 150 eru í lífshættu eftir þúsundir símboða Hezbollah-liða sprungu í Líbanon í gær. Ísraelsk stjórnvöld eru sögð hafa virkjað sprengjurnar á undan áætlun eftir grunur vaknaði innan raða Hezbollah um ekki væri allt með felldu.

Rannsókn á láti stúlkunnar sem fannst í Krýsuvík miðar vel sögn lögreglunnar. Prestur, sem ásamt fleirum, hefur rætt við vini og skólasystkini stúlkunnar segir áhersla hafi verið lögð á það við börnin taka ekki mark á sögusögnum heldur halda sig við það sem vitað er.

Umboðsmaður Alþingis hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann athugar eigin frumkvæði meðferð stjórnvalda á fatlaða dregnum sem sóttur var á heilbrigðisstofnun af lögreglu og fluttur á Keflavíkurflugvöll.

Varaformaður þingflokks Viðreisnar sakar ríkisstjórnina um málaþurrð. Öll orka fari í innra ósætti stjórnarflokkanna en brýn hagsmunamál þjóðarinnar allrar bíði.

Dulkóðaður samskiptamiðill sem notaður var til skipulagðrar glæpastarfsemi var hýstur af vefþjóni á Íslandi. Lögregla telur ekki hann hafi verið notaður af glæpamönnum hér.

Slæmar samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum bitna á iðnaði, ferðaþjónustu og velferð íbúa. Frost er í útboðum, viðhaldsfé skortir og framkvæmdir á svæðinu eru aftarlegaí forgangsröðun samgönguáætlunar.

Fyrir fjörutíu árum lauk síðasta gosi Kröfluelda, jarðhræringum sem vísindamenn hafa oft líkt við umbrotin á Reykjanesskaga. Um helgina verður haldin goslokahátíð í fyrsta sinn.

Frumflutt

18. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,