Íslendingar nota rúmlega þrettán sinnum meira af ADHD-lyfjum en Norðmenn og þrisvar sinnum meira en Svíar. Ný rannsókn bendir þess að ADHD sé líklega verulega ofgreint hér á landi.
Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpi ríksstjórnarinnar heldur endurspegli það skýra sýn stjórnvalda á það hvernig ná eigi niður vöxtum og verðbólgu. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa brugðist í efnahagsmálum og ekki hafa tekist að nýta síðustu fjárlög sín til að ná niður verðbólgu.
Aðalmeðferð í kynferðisbrotamáli á hendur knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Albert neitar sök.
Lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ákvörðun dómsmálaráðherra í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, ekki standast lög. Það sé áfall fyrir ákæruvaldið í landinu að ráðherrann hafi ekki vikið honum frá störfum.
Hver Íslendingur eyðir um 80 þúsund krónum í veðmál á hverju ári. Viðskiptaráð vill koma böndum á veðmálastarfsemi á Íslandi og skattleggja hana.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur lagt fram kæru vegna fyrirhugaðrar vindaflsvirkjunar við Búrfell. Oddviti segir það létti að geta loks lagt öll gögn á borðið.
Lagareldisfrumvarp matvælaráðherra verður ekki lagt fram að nýju á þessu ári. Ágreiningur er um málið innan ríkisstjórnarflokkanna.
Nýr samningur um Uppbyggingarsjóð EES ríkjanna var undirritaður í dag, meira en þremur árum eftir að viðræður hófust. Til stendur að ráðast í heildarendurskoðun á viðskiptakjörum fyrir íslenskar sjávarafurðir á innri markaðnum.
Halla Tómasdóttir forseti fer í sína fyrstu opinberu heimsókn til útlanda í næsta mánuði. Hún fer til Danmerkur líkt og flestir forverar hennar gerðu í sinni fyrstu utanferð.
Bandarísk sjónvarpstöðin HBO ætlar að gera nýja sjö þátta seríu um galdrastrákinn Harry Potter og leitar nú ungra leikara til að taka að sér helstu hlutverkin.