Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. ágúst 2024

Hamas samtökin segja það tálsýn það styttist í vopnahlé á Gaza, eins og Bandaríkjaforseti sagði í gær. Viðræðum verður haldið áfram í næstu viku. Minnst 18 voru drepnir í loftárás á Gaza í morgun.

Vinstri græn verða vera óhrædd við horfast í augu við fylgishrun flokksins. Þetta segir formaður Vinstri grænna. Tveir kostir séu í stöðunni - Byggja upp hreyfinguna eða pakka saman.

Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei verið meiri. Það sem af er ári hefur ferðamönnum sem hingað koma fjölgað og þeir eytt meiru, miðað við sama tíma í fyrra.

Flytja hefur þurft 900 manns frá borginni Izmir í Tyrklandi vegna gróðurelda sem hafa logað þar í þrjá daga. Um 1.600 hektarar lands hafa brunnið.

Matvöruverslunin Prís var opnuð í dag. Framkvæmdastjórinn lofar lægra verði en keppinautarnir í öllum vöruflokkum.

Verkfall heilbrigðisstarfsfólks hefur mikil áhrif á sjúkrahús á Indlandi í dag. Læknar krefjast aðgerða eftir læknanema var nauðgað á sjúkrahúsi í síðustu viku.

Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir það ekki varanlega lausn samtökin sinni þjónustu við réttindalausa útlendinga. Tími kominn til þrýsta á stjórnvöld finna málaflokknum annan farveg.

Frumflutt

17. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

,