Enn er óljóst hvernig Evrópusambandið ætlar að standa við loforð um fjárstuðning við Úkraínu næstu árin. Heitar umræður hafa verið um það á leiðtogafundi ESB með forseta Úkraínu, í Brussel.
Ísland og 34 önnur ríki hafa samið um stofnun skaðabótanefndar vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu.
Þingfundur hófst í morgun án átaka, það gefur fyrirheit um að í dag takist að ljúka þingstörfum fyrir jól.
Vestfirðir eru keyrðir á varaafli vegna bilunar raflínu sem tengir landshlutann við meginflutningskerfið.
Margir hafa veikst af nóróveiru undanfarið og það bætist ofan á inflúensuna. Læknar hvetja fólk til smitvarna, ekki síst í jólaboðum - ekki fara með kámugar krumlur í matinn.
Stefna Ísraels ógnar viðkvæmu vopnahléi og lífi Gaza-búa. Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 samtök brýna alþjóðasamfélagið að þrýsta á Ísrael að aflétta tafarlaust hindrunum sem grafa undan mannúðarstarfi í Palestínu.
Það er alltaf alvarlegt þegar fiskur sleppur úr kvíum, segir deildarstjóri hjá MAST. Fimm sinnum á rúmu ári hefur lax sloppið úr landeldi, síðast gerðist það í Vestmannaeyjum í vikunni.
Rúmlega þúsund krónum munar á jólakonfekti í Prís og Hagkaup. Lítill verðmunur er á grænu baununum - og rauðkálið er ódýrast í Bónus.
Skipulagi í Suður-Mjódd, þar sem Græna gímaldið svokallaða stendur, var breytt tólf sinnum frá því að það var sett fram 2009. Skipulagsfræðingur segir undrun nágranna á stærð gímaldsins skiljanlega.
Landsliðsþjálfari karla í handbolta, kynnir leikmannahóp á Evrópumótinu klukkan eitt í beinni útsendingu á ruv.is.