Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. desember 2025

197 börn víða um Evrópu voru getin með sæði úr dönskum gjafa, sem reyndist bera hættulega genastökkbreytingu. Öllum börnunum er því mjög hætt við krabbameini. Sæðið var sent til Íslands.

Hæstiréttur kveður í dag upp dóm í máli neytendasamtakanna gegn Arion banka. Niðurstaðan gæti haft áhrif á mörg þúsund fasteignalán.

Frestur til tilkynna þátttöku í Eurovision rennur út í dag - stjórn RÚV fjallar um málið síðdegis.

28 verkefni fengu samtals 70 milljónir króna úr Þróunarsjóði innflytjendamála í dag.

Forsætisráðherra segir þrátt fyrir einstök ágreiningsmál gangi samstarf við ráðherra Flokks fólksins vel. Mjög jákvætt hafa Flokk fólksins í ríkisstjórn, rödd hans þurfi heyrast.

Mikil ísing hefur safnast á rafmagnslínur á Austurlandi og Vestfjörðum, í leiðindaveðri, rafmagnstruflanir gætu varað í nokkurn tíma.

Erlendur athafnamaður vill endurvekja flugfélagið Nice Air á næsta ári. Stefnt er fyrstu flugferðum í febrúar.

Knattspyrnusambönd Egyptalands og Írans vilja ekki taka þátt í leik til stuðnings hinsegin fólki á HM karla í fótbolta í Seattle í sumar.

Frumflutt

10. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,