Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2. desember 2025

Útgjöld ríkisins aukast um tæplega 20 milljarða króna í fjárlögum næsta árs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á þingi á eftir.

Mataræði Íslendinga versnar og allt of fáir fara eftir ráðleggingum landlæknis, segir verkefnastjóri næringar. 70 prósent fullorðinna hér á landi eru í yfirþyngd eða með offitu.

Ein umsvifamesta vátryggingamiðlun landsins, Tryggingar og ráðgjöf, var staðin því fara á svig við lög en er þó enn að. Þúsundir Íslendinga hafa keypt tryggingar og fært lífeyri sinn til erlendra tryggingafélaga í gegnum miðlunina.

Frávísanir á landamærum Íslands hafa margfaldast frá 2021. Flestir sem var vísað frá voru frá Albaníu, Georgíu og Bandaríkjunum.

Tvær árásir voru gerðar á fyrsta skipið sem Bandaríkjamenn réðust á við Venesúela í byrjun september. Þetta var upphafið hrinu slíkra árása. Tveir skipverjar höfðu lifað fyrri árásina af.

Það er titringur í sjávarplássum sem treysta á skelbætur og línuívilnun, eftir ráðherra úthlutaði þeim helmingi minna en í fyrra. Ekki er enn ljóst hversu mikið strandveiðimenn veiða á komandi sumri.

Formaður landskjörstjórnar segir enn langt í hægt kjósa alfarið rafrænt hér á landi.

Milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta hefst í dag. Íslenska landsliðið mætir liði Svartfjallalands í fyrsta leik sínum í milliriðlinum.

Frumflutt

2. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,