Rússar gerðu í nótt stærstu árás á Kyiv, höfuðborg Úkraínu, í rúman mánuð. Ráðist var á orkuinnviði og stór hluti borgarbúa er án rafmagns eftir nóttina. Sendinefnd Úkraínu er á leið til Bandaríkjanna til að ræða friðartillögur.
Hugbúnaðargalli sem hefur uppgötvast í þotum Airbus nær ekki til flugvéla í eigu Icelandair, sem þurfti þó að aflýsa einni ferð í morgun á meðan málið var kannað.
Íbúar í frístundabyggð í Grímsnes- og Grafningshreppi sitja ekki hjá og þegar þegar sveitarstjórn hyggst setja öll skipulagsmál frístundabyggðar á bið, segir einn íbúanna.
Hlé hefur verið gert á afgreiðslu allra hælisumsókna í Bandaríkjunum. Ákvörðunin er tekin vegna banvænnar skotárásar sem gerð var í Washington á miðvikudag.
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna talsverðrar snjókomu og takmarkaðs skyggnis á Suðvesturhorninu í dag og í fram á kvöld. Búast má við samgönguröskunum , enda gæti ofankoma numið allt að 20-30 sentimetrum.
Logi Einarsson staðgengill umhverfisráðherra hefur ákveðið að færa Hamarsvirkjun á Austfjörðum úr verndarflokki í biðflokk. Hann segir raforkuöryggi á svæðinu lítið, skortur sé á raforku þar og fyrirhuguð virkjun standi utan við hamfarasvæði.
Skissa eftir ítalska endurreisnarmálarann Michelangelo sem hann gerði fyrir veggmynd í lofti sixtínsku kapellunnar verður boðin upp hjá Christies í febrúar. Myndin rataði óvænt inn á borð uppboðshússins.