Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. nóvember 2025

Úkraínuforseti fagnar mikilvægum skrefum í viðræðum um vopnahlé en segir meira þurfi til, eigi semja um varanlegan frið. Sendinefndir Úkraínu og Bandaríkjanna sömdu í Genf í gær um setja ákvæði um Rússar skili börnum sem þeir hafa stolið frá Úkraínu í áætlun um stríðslok.

Fæðingum án aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks hefur fjölgað hér á landi. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir þetta mikið áhyggjuefni.

Enginn þeirra fjórtán sem lentu í árekstrum á Norðurlandi í gær er talinn í lífshættu. Lögregla segir varla hafi verið stætt á vegum í flughálku.

Ísraelsher hefur drepið minnst 67 börn síðan vopnahlé gekk í gildi á Gaza 11. október, samkvæmt nýrri skýrslu Unicef.

Ófaglært fólk sinnir verkum á Landspítalanum sem eiga vera í höndum fagmenntaðra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stöðuna óviðunandi og ógna öryggi sjúklinga.

Niðurskurðardeild Elons Musks hjá Bandaríkjastjórn hefur verið lögð niður, átta mánuðum fyrr en ráðgert var.

Arnarvarp á Íslandi var lakara í sumar en tvö síðustu ár. Stofninn er þó áfram talinn í hægum en öruggum vexti

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er á leiðinni til Þýskalands þar sem það hefur keppni á heimsmeistaramótinu gegn heimakonum á miðvikudag. Hópurinn er orðinn hress eftir veikindi undanfarið.

Frumflutt

24. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,