Ákvörðun um að veita Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndaraðgerðum Evrópusambandsins var undantekning segir framkvæmdastjóri hjá ESB.
Fjármálaráðherra segir að tollum ESB verði ekki svarað með tollum á móti. Formaður Framsóknarflokksins leggur til tolla á landbúnaðarvörur frá sambandinu.
Ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar á Bakka verða rædd á fjölmennri ráðstefnu á Húsavík í dag. Heimamenn róa að því öllum árum að skapa störf.
Fundur í kjaraviðræðum flugumferðastjóra og ISAVIA verður eftir hádegi. Formaður flugumferðastjóra óttast flótta úr stéttinni.
Ríkissjóður verður að endurgreiða gagnaverinu atNorth 284 milljóna króna virðisaukaskatt sem ríkisskattstjóri lagði á fyrirtækið.
Fossvogsbrú er fyrsta stóra framkvæmdin í fyrsta áfanga Borgarlínu, brúarsmíðin hefst í vor.
Verkalýðshreyfingin ætlar ekki að gera langtímasamninga í bráð. Stöðugleikasamningurinn gildir til 2028 og forseti ASÍ segir að verðhækkunum sé velt yfir á almenning.
Úkraínustjórn verður að draga verulega úr vörnum ríkisins og láta land af hendi í skiptum fyrir frið, samkvæmt nýjum tillögum Bandaríkjastjórnar.
Neysla á gjörunnum matvælum hefur margfaldast á síðustu árum. Ný rannsókn staðefstir að þau hafa vond áhrif á öll líffæri.
Breiðablik vann ótrúlegan endurkomusigur á dönsku meisturunum í Fortuna Hjörring í Evrópubikar kvenna í fótbolta í gærkvöld. Liðið mætir Häcken í næstu umferð sem keyptu Thelmu Karen Pálmadóttur í morgun.