Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í morgun um núll komma tuttugu og fimm prósentustig í 7,25%. Seðlabankastjóri segir að óvissa á lánamarkaði vegi þyngst.
Kynferðisofbeldi gegn börnum hefur jafnvel meiri áhrif eftir því sem þau eru yngri. Geðlæknir segir það lýsa vanþekkingu að telja að börn á Múlaborg gleymi því ef brotið hefur verið á þeim.
Leikskóli er ekki sjálfkrafa undir í rannsókn lögreglu, þegar tilkynnt er um grun um kynferðisbrot gegn barni, nema hann beinist sérstaklega að leikskólastarfsmanni.
Þótt EES-samningurinn sé enn í fullu gildi skerðir ákvörðun ESB um að leggja toll á kísilmálm frá Íslandi og Noregi trú og traust á að ríkin séu fullgildir aðilar að innri markaði sambandsins, segir lagaprófessor.
Jafnaðarmenn biðu mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum í Danmörku í gærkvöld. Í fyrsta sinn í rúm 100 ár kemur borgarstjóri Kaupmannahafnar ekki úr þeirra röðum.
Talið er að grunnskólabarn í Vestmannaeyjum hafi verið með efni frá 764-hópnum í símanum sínum. Yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að óttast útbreiðslu hópsins sem herjar á íslensk ungmenni.
Yfir 80 ríki vilja að samþykkt verði áætlun um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem á að ljúka á föstudag. Gestgjafarnir í Brasilíu eru vongóðir um að samningar náist á undan áætlun.
42 af 48 þátttökuþjóðum á HM karla í fótbolta næsta sumar eru komnar með sæti sín. Síðustu sex sætunum verður úthlutað í gegnum umspil í mars.