Múlaborgarmálið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaður á þrítugsaldri sem starfaði á Múlaborg er ákærður fyrir kynferðisbrot á leikskólanum.
Norsk stjórnvöld útiloka ekki að taka þátt í að tryggja risalán Evrópusambandsins til Úkraínu, segir Jens Stoltenberg fjármálaráðherra Noregs. Norrænir fjármálaráðherrar eru á fundi í Brussel og ætla að ræða við kollega sína í Evrópusambandsríkjum á morgun. Stoltenberg segir mikilvægast að Úkraína fá fjármagn og Norðmenn ætla að sjá til þess.
Drónanjósnir við danska flugvelli gefa tilefni til að efla löggæslu hér og auka samstarf við Europol. Skýra þarf stefnu um ábyrgð og verkaskiptingu og efla varnir gegn fjölþáttaógnum segir dómsmálaráðherra.
Sviðsstjóri hjá Netvís segir frumvarp um samræmdar reglur um snjalltækjanotkun í grunnskólum vera jákvætt skref. Skólastjóri í Reykjavík segir að gagnlegra hefði verið að verja fé og vinnu í barna- og unglingageðdeild Landspítalans en frumvarpið.
Loftmengun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, vegryki og nagladekkjum er að mestu um að kenna.
Dómsmálaráðherra Úkraínu hefur verið vikið úr starfi vegna spillingar í orkugeiranum.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ætlar að setja 100 milljón krónur aukalega í orkusparandi aðgerðir í gróðurhúsum garðyrkjubænda.
Saksóknarar á Ítalíu rannsaka fólk sem er grunað um að hafa farið til Sarajevó, gagngert til að skjóta almenna borgara í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratugnum.
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Serbíu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2027 í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Pekka Salminens.