Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur látið af embætti ríkislögreglustjóra, eftir fund með dómsmálaráðherra í gær. Starfslok Sigríðar koma í kjölfar umfjöllunar um fjármál embættisins.
Háir vextir á Íslandi stappa nærri sturlun og við þá verður ekki unað, segir formaður Neytendasamtakanna. Hann krefur stjórnvöld og stjórnendur bankanna um skýr svör um hvað séu ásættanlegir vextir.
Fráfarandi fréttastjóri breska ríkisútvarpsins, BBC, segir miðilinn ekki hlutdrægan, þrátt fyrir að hafa sagt af sér eftir villandi umfjöllun um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Búist er við að stjórnarformaður BBC biðjist í dag afsökunar á umfjölluninni.
Tvö ár eru í dag frá því Grindavík var rýmd í fyrsta skipti vegna eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni. Líf er óðum að færast í bæinn að nýju.
Stjórnmálafræðingur segir stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttr formanns sjálfstæðisflokksins erfiða miðað við nýja könnun á ánægju kjósenda með störf formanna stjórnmálaflokkana á þingi.
Vinnumálastofnun hefur opnað atvinnutorg til að styðja við fólk sem hefur misst vinnuna á Suðurnesjum. Atvinnuleysi mælist yfir 6,5 prósentum sam kvæmt tölum stofnunarinnar.