Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. nóvember 2025

Dómsmálaráðherra segir ekki hægt hafa allar gáttir inn í landið opnar. Umsóknir um dvalarleyfi námsmanna og aðstandenda þeirra frá Gana, Nígeríu og Pakistan eru helmingi fleiri en í fyrra.

Sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs segir bregðast eigi við manneklu á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólum er miklu oftar lokað vegna manneklu í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum.

60 prósent landsmanna treysta Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 55 prósent vantreysta Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra.

Zohran Mamdani varð í gærkvöld yngsti borgarstjórinn í sögu New York. Hann segir kjósendur hafa valið búa í borg sem fólk hafi efni á búa í.

Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir ekki koma á óvart fólk fresti innkaupum fram yfir mánaðamót í mikilli verðbólgu og háum vöxtum. Svigrúm til lækka verð miðað við uppgjör stærstu matvöruverslanakeðjanna.

Stofnanir bandaríska alríkisins hafa verið lokaðar í 36 daga, sem er met. Bandaríkjastjórn varar við verulegum áhrifum á farþegaflug og bótagreiðslur.

Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs SÁÁ segir gleðiefni ríkið vilji semja um greiðslur fyrir meðferð við spilafíkn. Hún hafi ekki haft sama forgang og aðrir fíknisjúkdómar.

Tennisleikararnir Aryna Sabalenka og Nick Kyrgios mætast í baráttu kynjanna í desember, endurgerð á frægri viðureign Billie Jean King og Bobbys Riggs fyrir um hálfri öld.

Frumflutt

5. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,