Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14.október 2025

Tugir milljarða eru undir í vaxtamáli Neytendasamtakanna gegn bönkunum sem verður leitt til lykta í Hæstarétti í dag. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með. Bankarnir standi sterkt óháð niðurstöðunni.

Flugumferðarstjórar ætla leggja niður störf á sunnudag, öllu óbreyttu. Verkfallið varir frá tíu á sunnudagskvöld fram til þrjú aðfaranótt mánudags. Þeir hafa verið samningslausir frá áramótum.

Halla Tómasdóttir forseti lagði áherslu á stefnu íslenskra stjórnvalda í alþjóðamálum - á fundi sínum með forseta Kína í Beijing í morgun, þar á meðal mannréttindi og stuðning við Úkraínu.

Mikil óvissa er um næstu skref í friðarferlinu á Gaza og hvernig hjálpargögnum verður komið til íbúa. Tuttugu gíslar, sem hafa verið í haldi á Gaza í rúm tvö ár, eru komnir til Ísraels en ekki lík þeirra sem létust í haldi.

Metmagn af ketamíni - 15 kíló fannst í ferjunni Norrænu í september. Fjórir eru í gæsluvarðhaldi eftir lögregla fann ketamínið og fleiri efni í tveimur sendingum.

Mikill eldur varð í verksmiðju Primex á Siglufirði í gær og stóð slökkvistarf yfir - fram á morgun. Framkvæmdastjóri segir mestu máli skipta húsið hafi verið mannlaust.

Ekkert verður aðhafst vegna kvörtunar í garð ríkissáttasemjara um kynferðislega áreitni þar sem hann var verktaki á þeim tíma sem meint atvik átti sér stað.

Frumflutt

14. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,