Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28.september 2025

Lögreglan var með viðbúnað í Kópavogi í gærkvöld vegna samkomu mótorhjólaklúbbsins Hells Angels - í annað sinn í þessum mánuði. Enginn var handtekinn í aðgerðunum sem stóðu í tvær klukkustundir.

Minnst fjórir voru drepnir og tugir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu í nótt. Borgarstjórinn í Kyiv fullyrðir árásirnar hafi meðal annars beinst íbúðarhúsum og leikskólum.

Umhverfisráðherra segir skoða verði jöfnunarframlag ríkisins til lífeyrissjóðanna vegna örorkulífeyris - í samvinnu við vinnumarkaðinn og lífeyrissjóðina. Framkvæmdastjóri SA segir breytingar á elli- og örorkulífeyriskerfinu einungis gerðar út frá hagsmunum ríkisins.

Kosið er til þings í Moldóvu í dag. Tvísýnt er um niðurstöður miðað við skoðanakannanir og Rússar eru sakaðir um hafa áhrif á val kjósenda.

Hringvegi eitt við Jökulsá í Lóni var lokað aftur á hádegi vegna viðgerða, vegurinn skemmdist í miklu vatnsveðri fyrir helgi.

Myndefni og upphafsstef úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum - er á samfélagsmiðlum bandarísku innflytjendalögreglunnar ICE - klippt saman við myndefni af handtökum ætlaðra ólöglegra innflytjenda. Framleiðendur þáttanna segjast ekki hafa gefið leyfi fyrir notkuninni.

Knattspyrnuþjálfarinn Nik Chamberlain mun yfirgefa kvennalið Breiðabliks þessu tímabili loknu og taka við Kristianstad í Svíþjóð. Hann varð bikarmeistari með Breiðabliki í sumar auk þess sem liðið er á góðri leið með verða Íslandsmeistari annað árið í röð.

Frumflutt

28. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,