Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. september 2025

Grjóthrun varð í Vattarnes-skriðum á Austurlandi í gær og er skriðuaðvörun enn í gildi. Unnið er viðgerð á hringveginum við Jökulsá í Lóni sem fór sundur í óveðrinu.

Dómari í Þorlákshafnarmálinu líkir meðferðinni á manninum sem lést, við pyntingar. Þremenningarnir, sem voru dæmdir fyrir manndráp, virtust kæra sig kollótta um afdrif mannsins.

Siglingar norsks skips nærri Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn hafa vakið upp grunsemdir. Eigendur skipsins eru sagðir hafa náin tengsl við helstu hernaðarsamtök Rússlands.

Snæfellsnes er fyrsti íslenski staðurinn sem telst til svokallaðs vistvangs UNESCO. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir mörg tækifæri felast í nafnbótinni.

Japanskir vísindamenn hafa komist því renndur sebrahesta fæla frá flugur. rannsókn, þar sem rendur voru málaðar á mjólkurkýr, var verðlaunuð á dögunum.

Keflavík og HK leika í dag úrslitaleik umspilsins í fyrstu deild karla í fótbolta. Liðið sem vinnur á Laugardalsvelli leikur í Bestu deildinni ári.

Frumflutt

27. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,