Hádegisfréttir

12.september 2025

Utanríkisráðherra segir það mat helstu samstarfsríkja Íslands Rússar ráðist innan fárra ára gegn ríki Atlantshafsbandalagsins. Fjórtán lykiláherslur í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu Íslands voru kynntar í dag.

Danir ætla styrkja loftvarnir sínar með kaupum á eldflaugavarnarbúnaði. Kerfin kosta jarfvirði 1.100 milljarða íslenskra króna.

Forstjóri Play kannast ekki við flugi til Parísar hafi verið aflýst vegna óformlegra verkfallsaðgerða flugmanna.

Endurheimt votlendis verður í forgangi hjá ríkisstjórninni næstu ár. Ráðherra loftlagsmála kynnti aðgerðir og markmið í loftlagsmálum í morgun.

Lax sem ber greinileg merki eldis, var fangaður í Blöndu í morgun. Formaður veiðifélagsins segir erfitt koma við vörnum því áin vatnsmikil.

Atkvæðagreiðsla um verkfall í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hefst á mánudag.

Undanúrslitaleikir á Evrópumóti karla í körfubolta verða spilaðir í dag. Finnar mæta Þjóðverjumj og Grikkir Tyrkjum.

Frumflutt

12. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,