Formaður Vinstri grænna segir komandi sveitarstjórnarkosningar prófstein fyrir flokkinn. Flokkurinn eigi enn erindi þrátt fyrir að hafa þurrkast í alþingiskosningum.
Loftslagsfræðingur segir að rannsaka verði áhrif af hruni hafstrauma nærri Íslandi. Ný rannsókn sýnir að slíkt hrun sé líklegra en áður var talið.
Nýju örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi á morgun er ætlað að einfalda verkferla, hækka greiðslur, draga úr tekjutengingu og auðvelda fólki að taka þátt á vinnumarkaði.
Leiðtogar Kína, Rússlands, Tyrklands og Belarús, auk fleiri, komu saman á ráðstefnu í Kína í morgun. Kína og Indland heita vináttu og samstarfi, eftir áralangar deilur.
Tuttugu starfsmönnum hjá flugfélaginu Play hefur verið sagt upp vegna fækkunar flugvéla hér á landi og aukinna umsvifa í Evrópu.
Framkvæmdastjóri Carbfix leggur áherslu á að Coda terminal verkefni fyrirtækisins í Ölfusi eigi að uppfylla öll skilyrði eftirlitsstofnanna. Áhyggjur íbúa birtast í neikvæðum umsögnum á skipulagsgátt.
Fólk hér á landi flyst fyrr inn á hjúkrunarheimili en í nágrannalöndunum. Mikið álag á aðstandendur á þar hlut að máli.
Íslenska landsliðið í körfubolta fær lítinn tíma til að jafna sig eftir vonbrigðin gegn Belgíu í gær. Næsta rimma er við heimamenn í Póllandi í kvöld.