Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson gengust við frelsissviptingu og ráni við upphaf aðalmeðferðar í Þorlákshafnarmálinu í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þeir og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp en neita sök.
Mappa sendinefndar sænskra stjórnvalda lá á glámbekk á salerni á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi eftir ferð sendinefndarinnar til Tyrklands í nóvember 2022. Í henni voru trúnaðargögn sem hefðu getað skaðað samskipti við önnur ríki.
Ísraelsher drap minnst tuttugu í árásum á spítala á Gaza í morgun. Herinn varpaði sprengju á spítalann og þegar fólk þusti að til aðstoðar, kom önnur á sama stað.
Öryggi við rallýkrossbrautina í Hafnarfirði verður kannað í þaula og fyrirkomulag endurskoðað, segir formaður Akstursíþróttasambands Íslands, eftir að tveir starfsmenn slösuðust þegar bíll valt á þá um helgina.
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði eigendur Dönustaða í Dölum af kröfum eigenda nærliggjandi jarðar um fjórðungs eignarhlut. Málið tengist illvígum fjölskyldudeilum sem teygja sig tæp 70 ár aftur í tímann.
Forstjóri Íslandspósts segir að eðlilegar skýringar séu á því að einkaaðilar geti haldið vörusendingum til Bandaríkjanna áfram en ekki Pósturinn. Hefja á samstarf við þriðja aðila á meðan lausna er leitað.
Jökulhlaup úr Hafrafellslóni er nær alveg rénað. Meðalrennsli í Hvítá í Borgarfirði er eins og það var fyrir hlaup. Engar tilkynningar hafa borist um tjón.
Misskilningur við rásmarkið í Reykjavíkurmaraþoninu olli glundroða og formaður ÍBR segir að læra þurfi af því sem fór úrskeiðis. Í fyrsta skipti var hægt að skrá sig í annað hvort keppnisflokk eða almennan flokk.