Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. ágúst 2025

Starfsmaður leikskóla í Reykjavík hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn barni í skólanum.

Forstjóri Landspítalans segir ástandið í krabbameinsmeðferð grafalvarlegt. Naumhyggja hafi einkennt áætlanir spítalans og því þurfi breyta.

Stór hluti laxa í Haukadalsá, sem talinn var vera eldislax, reyndist við nánari skoðun vera hnúðlax.

Sýni úr fiskunum verða send til greiningar í dag. Ugg setti laxasérfræðingi þegar hann laxana koma upp úr ánni. Arctic Fish sem á götóttu kvína í Dýrafirði segist fara öllum reglum um sjókvíaeldi.

Ómögulegt þykir spá fyrir um niðurstöðu sögulegs fundar Donalds Trump og Vladimírs Pútín í Alaska í dag. Hvort og þá hvaða skref verður stigið í átt til friðar í Úkraínu, á eftir koma í ljós.

ASÍ segir styrking krónunnar skili sér ekki í lækkuðu bensínverði. Forstjóri N1 segir framsetningu sambandsins villandi og hafnar því alfarið olíufélögin samræmi verðlagningu sína., eins og greining ASÍ bendir til.

Menningarráðuneytið hefur tekið til skoðunar hvernig bregðast megi við djúpfölsun. Þótt friðhelgi einkalífs njóti verndar í stjórnarskrá, er ekki á hreinu það ólöglegt nýta gervigreind til líkja eftir útliti eða rödd fólks.

Veðurstofan varar við eldingum á við Faxaflóa og Breiðafjörð fram yfir hádegi og í eftirmiðdaginn tekur gildi viðvörun sem gildir framá sunnudag vegna allhvassrar suðvestanáttar á vestan- og norðvestanverðu landinu.

Handboltamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur eigin sögn spilað sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Hann var með munnlegt samkomulag um nýjan samning í vor en ekki var staðið við það.

Frumflutt

15. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,